TMM2 2015

TMM stútfullt af spennandi efni

Á dögunum kom út 2. hefti Tímarits Máls og menningar árið 2015 og kennir þar margra grasa að vanda. Margrét Tryggvadóttir skrifar beinskeytta grein um stöðu barnabóka, sem á sérstakt erindi nú í ljósi ískyggilegra talna um ört minnkandi bóklestur en greinina má lesa hér.

Kristín Ómarsdóttir heldur áfram að tala við kollega sína og tekur að þessu sinni langt og skemmtilegt viðtal við Auði Jónsdóttur. Salvör Nordal og Hulda Þórisdóttir skrifa ádrepur um umræðuhætti okkar um þessar mundir og af því tilefni er líka rifjuð upp ræða Sigurðar Pálssonar á Austurvelli árið 2014. Guðni Tómasson skrifar fróðlega grein um sögu heiðurslauna listamanna og Eiríkur Örn Norðdahl birtir brot úr dagbók frá Víetnam.

Einnig eru í heftinu greinar eftir Steinunni Ingu Óttarsdóttur um Murakami, Böðvar Guðmundsson um örlög tveggja gamalla ljóða; sögur eftir Jóhann Þórsson og færeyska höfundinn Trygva Danielsen í þýðingu Bjarka Karlssonar og ljóð eftir Lindu Vilhjálmsdóttur, Valgerði Þóroddsdóttur, Kristian Guttesen, Helen Mitsios í þýðingu Ólafs Gunnarssonar og Adonis í þýðingu Sveins Einarssonar. Loks er í heftinu dómur eftir Þorgeir Tryggvason um bók Guðrúnar Evru Mínervudóttur, Englaryk.

INNskráning

Nýskráning