Jón Gnarr Indjáninn

Skemmtileg gagnrýni um Indjánann eftir Jón Gnarr

Michael Schaub skrifar skemmtilega gagnrýni um Indíánann eftir Jón Gnarr  á vef NPR. Schaub hefur skrifað bókagagnrýni fyrir bæði The Washington Post og The San Fransisco Chronicle ásamt fjölda annara blaða og tímarita.

„Það er eitthvað dáleiðandi og hjartaskerandi við skrif Jóns Gnarr. Það er erfitt að finna ekki til með hinum unga Jóni “ skrifar hann meðal annars.
Gagnrýnina í heild sinni er hægt að lesa á vef NPR

Indjáninn er skálduð ævisaga Jóns, sem kom út árið 2006. Bókina byggir hann á æskuminningum sínum og vakti hún strax töluverða athygli bæði lesenda og gagnrýnenda fyrir einlæga, hreinskiptna en tregafulla nálgun höfundarins. Árið 2012 kom síðan út sjálfstætt framhald hennar, Sjóræninginn, en þar tekur Jón upp þráðinn og skrifar um líf sitt að loknum grunnskóla og fram á fullorðinsár. Indjáninn og Sjóræninginn hafa báðar verið þýddar á ensku og þýsku og hlotið góðar viðtökur beggja vegna Atlantshafsins.

Jón gaf einnig út bók sína Gnarr: How I Became the Mayor of a Large City in Iceland and Changed the World árið 2014 hjá bandaríska forlaginu Melville House.

Þriðja bókin í seríunni, Útlaginn, mun koma út haustið 2015.


INNskráning

Nýskráning