Vegvísir

Að skilja landið sitt

Á dögunum kom út glæný bók eftir ungan jarðfræðing, Snæbjörn Guðmundsson, sem ber nafnið Vegvísir um jarðfræði Íslands. Bókin fjallar á mannamáli um öll helstu jarðfræðiundur Íslands og frábær ferðafélagi fyrir alla þá sem hyggja á upplýsandi ferðalög um landið. Fjallað er um jarðfræði og jarðsögu 100 áningarstaða í öllum landshlutum, sagt frá því hvernig staðirnir mynduðust, hvað einkennir þá og síðast en ekki síst hvað þar er merkilegast að skoða.

Bókina prýða rúmlega 200 glæsilegar ljósmyndir og greinargóð kort.

Ritun bókarinnar tók um þrjú ár en upphaflega var ætlun höfundar að taka saman á einum stað lýsingar á mörgum af þeim stöðum sem ferðamenn sækja og þykja sérstakir sökum jarðfræði sinnar. Segja má að efniviður þessarar bókar liggi í þrotlausri og áratugalangri vinnu fjölda jarðfræðinga og er framlag bókarhöfundar í raun aðeins það eitt að taka efnið að nokkru leyti saman og matreiða fyrir þá sem vilja fræðast um jarðfræði landsins. Bók þessi er ekki hugsuð sem uppflettirit heldur er hér mun frekar um stuttar jarðfræðilýsingar til gagns og gamans, glögg og fræðandi lýsing á náttúru Íslands.

INNskráning

Nýskráning