Ormstunga

Ormstunga fær frábæra dóma!

Ormstunga, þriðja bókin í bókaflokknum Þriggja heima sögu, hlaut á dögunum glæsilegan dóm í Fréttablaðinu.

Þriggja heima saga hófst árið 2011 með Hrafnsauga, æsispennandi háfantasíu sem hlaut íslensku barnabókaverðlaunin. Ári seinna kom bók númer tvö, Draumsverð, sem einnig hlaut frábærar viðtökur.

Friðrika Benónýsdóttir, gagnrýnandi Fréttablaðsins, gefur Ormstungu fjórar stjörnur og hefur dóminn á að árétta að Ormstunga sé alls engin unglingasaga heldur „fullvaxin fantasía fyrir allan aldur“. Auk þess segir hún: „… þessi lesandi hér, sem ekki hefur mikið dálæti á fantasíum og furðusögum, heillaðist upp úr skónum og gat varla lagt bókina frá sér fyrir spennu. Hér er einfaldlega verið að segja áhugaverða, vel byggða og vel hugsaða sögu með vísunum í allar áttir, áhugaverðri framvindu og persónum sem vekja áhuga og samlíðan.“

Friðrika segir Ormstungu vera bestu bókina hingað til og bendir á að lesendur ættu ekki að láta fantasíu-stimpilinn fæla sig frá: „ Ormstunga er breið fjölradda skáldsaga sem hægt er að lesa út frá fjölmörgum sjónarhornum og það skiptir engu í hvaða bókmenntagrein hún er flokkuð. Góð saga er góð saga hvert sem yrkisefnið er og þeir Kjartan Yngvi og Snæbjörn hafa hér náð fullum tökum á viðfangsefninu og skapað heim sem heillar og hrífur … Þriðja og besta bókin í Þriggja heima sögu er ekki bara spennandi og áhugaverð fantasía heldur breið og margradda skáldsaga sem talar beint inn í samtímann.“

Taktu fantasíu í fríið!

INNskráning

Nýskráning