Risaeðlur í Reykjavík

Það er risaeðluæði í heiminum – en hefurðu séð þessar í Reykjavík?

Nýja risaeðlumyndin, Jurassic World, sló rækilega í gegn um helgina þegar hún var frumsýnd um allan heim og stefnir hraðbyri í að verða vinsælasta mynd ársins. Sama gildir um nýju risaeðlubókina hans Ævars Þórs Benediktssonar Risaeðlur í Reykjavík. Hún hefur vermt toppsæti metsölulista barnabóka hjá bókaverslunum Eymundsson undanfarnar vikur og nartað í hæla söluhæstu bóka þar af öllu tagi, enda er hún síst minna spennandi en kvikmyndin og gerist þess utan á kunnuglegum slóðum. Hvað getur verið meira spennandi en grameðla sem hangir utan á Hallgrímskirkjuturni? HÉR má sjá Ævar kynna nýju bókina sína – ja, á meðan hann fær frið til þess fyrir eðlunum!

INNskráning

Nýskráning