Risaeðlur í Reykjavík

Risaeðlurnar koma á fimmtudaginn!

Varúð! Í þessari bók eru risaeðlur sem éta fólk!

Næsta fimmtudag kemur út fyrsta bókin í bókaflokknum um bernskubrek Ævars vísindamanns, Risaeðlur í Reykjavík. Áður en Ævar varð vísindamaður var hann bara venjulegur strákur … eða kannski ekki alveg venjulegur. Hann langaði til dæmis ekkert að eiga vini og talaði helst ekki við neinn nema köttinn sinn, hann Einstein. En á ellefu ára afmælisdaginn hans breyttist allt! Þetta er bók um sjö bandóðar risaeðlur, stórhættulegan ungling, gagnsemi skotbolta, strætóbílstjóra í lífshættu og heimsins bestu félaga.

Risaeðlur í Reykjavík er æsispennandi saga fyrir lesendur á öllum aldri. Með bókinni efnir Ævar Þór Benediktsson loforð við þúsundir barna um allt land sem tóku þátt í lestrarátaki hans nýliðinn vetur og lásu samtals sextíu þúsund bækur.

Fimm heppnir lesendur urðu svo að persónum í bókinni sem nú er komin út. Bókin er einnig prentuð í sérstöku letri sem gerir lesblindum auðveldara með að lesa hana. Teikningarnar eru eftir Rán Flygenring

Risaeðlur í Reykjavík er ein skemmtilegasta bók ársins og fullkomin fyrir ævintýragjarna krakka. En ekki taka bara mark á okkur:

„Arghhhh arghhh arg!“
Pétur, grameðla

INNskráning

Nýskráning