Íslensku barnabókaverðlaunin

Verðlaunahandrit fundið

Niðurstaða liggur fyrir í samkeppninni um Íslensku barnabókaverðlaunin í ár. Tuttugu og átta handrit bárust í samkeppnina að þessu sinni og hefur dómnefnd varið undanförnum mánuðum í að lesa þau og meta. Á lokasprettinum bættust tveir áttundabekkingar í hópinn, eins og venjan er, og tóku þátt í að velja sjálft verðlaunahandritið. Haft hefur verið samband við höfund þess en öðrum höfundum er þökkuð þátttakan. Næstu sex mánuði verður hægt að sækja handritin sem send voru inn í keppnina á skrifstofu Forlagsins, Bræðraborgarstíg 7.  Að þeim tíma loknum verður ósóttum handritum fargað.

Íslensku barnabókaverðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn í haust þegar verðlaunabókin kemur út og við það tækifæri verður hulunni svipt af nafni verðlaunahöfundarins.

INNskráning

Nýskráning