Helgi Þór Ingason

Útgáfuboð Gæðastjórnunar

Í tilefni af útgáfu bókarinnar Gæðastjórnun verður blásið til útgáfufagnaðar í bókabúð Máls og menningar á morgun, miðvikudaginn 6. maí, kl. 17.

Undanfarin ár hefur gæðastjórnun fest sig æ meira í sessi. Sífellt fleiri íslensk fyrirtæki innleiða stjórnkerfi samkvæmt ISO-stöðlum og þörfin fyrir fólk með faglega þekkingu á gæðastjórnun eykst stöðugt. Þessari bók er ætlað að varpa ljósi á gæðastjórnun sem fræðigrein og hagnýta aðferðafræði og stuðla að því að hún nýtist í samfélaginu.

Höfundur bókarinnar, Dr. Helgi Þór Ingason, hefur unnið um árabil við gæðastjórnun, sem fyrirlesari og fræðimaður og einnig sem ráðgjafi við innleiðingu gæðakerfa í fyrirtækjum. Hann er dósent við Háskólann í Reykjavík og forstöðumaður meistaranáms í verkefnastjórnun (MPM). Hann er einnig meðhöfundur hinna bókanna í þessari glæsilegu bókaröð s.s. Samskiptafærni, Leiðtogafærni og Stefnumótunarfærni.

Þetta verður hugguleg stund til að hittast og fagna saman. Félagar í þjóðlagahljómsveitinni Kólgu ætla að stíga á stokk og leika örfá lög til hátíðarbrigða.

Léttar veitingar í boði og allir velkomnir.

INNskráning

Nýskráning