Vilborg Davíðsdóttir

Vilborg í Hannesarholti á fyrsta sumardegi

Vilborg Davíðsdóttir segir gestum Hannesarholts, í myndskreyttu erindi, frá nýrri bók sinni Ástin, drekinn og dauðinn. Þar lýsir hún vegferð sinni og Hennar heittelskaða með sjúkdómnum sem þau vissu að myndi draga hann til dauða og fyrsta árinu eftir að hún varð ekkja. Bókin veitir í senn innsýn í veröld krabbameinsins og djúpa sorg þess sem hefur elskað og misst. En hún er ekki síður óður til kærleikans, hvatning til að lifa í árvekni og sættast við að dauðinn er órjúfanlegur hluti af lífinu.

Þegar Vilborg kynnti bókina í síðasta mánuði yfirfylltist Hannesarholt og því er viðburðurinn nú endurtekinn. Ástin, drekinn og dauðinn hefur hlotið afar góðar viðtökur lesenda og gagnrýnenda.

Dagskráin stendur frá 20-21. Aðgangseyrir er 1000 kr. Miðasalan fer fram á Miði.is

Veitingastofurnar á 1.hæðinni verða opnar til kl.20. Borðapantanir í síma 511-1904.

INNskráning

Nýskráning