Kennsluefni Lubba

Út er komið glænýtt kennsluefni sem nátengt er og byggir á hinni vinsælu bók Lubbi finnur málbein. Um er að ræða fjórar öskjur sem hafa að geyma fjölbreytt efni til málörvunar og hljóðavinnu með börnum á öllum aldri.

Í tilefni af útgáfunni verður efnt til smiðju í verslun Forlagsins á Fiskislóð kl. 16-18 þar sem nýja kennsluefnið verður kynnt.

Vefsíðan lubbi.is er komin í loftið og síðan hans Lubba á Facebook er virk og þar birtir Lubbi fróðleik, myndbrot af DVD disknum og kemur með skemmtilegar hugmyndir að leikjum með Lubbaefnið.

Þrjár af fjórum tegundum af Hljóðasmiðjum (öskjum) eru komnar út og eru tilbúnar til afhendingar ásamt plakötum og DVD disknum.

INNskráning

Nýskráning