Stella og Kristín

Væntanlegt í vikunni!

Komandi vikur verða mikil veisla fyrir bókaunnendur því fjölmargar áhugaverðar útgáfur eru framundan. Í raun mætti tala um hálfgert páskabókaflóð!

Á fimmtudaginn eru m.a. væntanlegar tvær nýjar íslenskar skáldsögur, þær fyrstu á árinu.

Flækingurinn eftir Kristínu Ómarsdóttur er frásögn Hrafns af lífi sínu einn snjóþungan örlagavetur. Þetta er fjörlega skrifuð átakasaga; skörp og knýjandi greining á samfélagi, fólki og samböndum – saga sem kemur okkur við.

Hrafn er mállaus piltur sem flækist um götur Reykjavíkur. Hann á hvergi heima og lifir á jaðri samfélagsins. Sú veröld sem hann hrærist í er harðneskjuleg og á stundum mörkuð ofbeldi og vímu, en þar dafnar líka einlæg vinátta og allt í kringum hann er blóðheitt fólk og sterkar tilfinningar: harmur, blíða, ást …

Morðin í Skálholti er áttunda bókin um Stellu Blómkvist sem er harðsnúin, sjálfstæð og herská sem aldrei fyrr.

Hvert snýr kona sér þegar eiginmaðurinn er sakaður um að hafa myrt pabba hennar og bestu vinkonu? Hvað gera ættingjar stúlku sem hverfur sporlaust og lögreglan segir að muni aldrei koma í leitirnar? Hvernig á að skýra fingur sem finnst í sprungu í Snæfellsjökli?

Auðvitað er leitað til Stellu Blómkvist. Hún er:

  • lögfræðingur sem braskar með hlutabréf í frístundum
  • leðurklædd einstæð móðir á silfruðum Benz
  • með óseðjandi kynhvöt
  • minnug visku móður sinnar
  • lítill aðdáandi lögreglunnar
  • sú sem þeir sem engu hafa að tapa snúa sér til

Fleiri spennandi bókatíðindi eru væntanleg!

INNskráning

Nýskráning