Hannah Kent

Komnar í kilju!

Þrjár af vinsælustu bókum jólabókaflóðsins eru nú komnar út í kiljuformi.

Táningabók er þriðja og síðasta endurminningaverk Sigurðar Pálssonar og segir frá þeim tíma þegar Sigurður flutti til Reykjavíkur til þess að hefja nám. Hér verður skáldið Sigurður Pálsson til. Fyrri bækurnar tvær, Minnisbók og Bernskubók, voru báðar lofaðar af gagnrýnendum auk þess hlaut Minnisbók íslensku bókmenntaverðlaunin.

Skálmöld er fjórða bókin í Sturlungabálki Einars Kárasonar en jafnframt sú fyrsta: hér er lýst aðdraganda þess að út braust borgarastyrjöld á Íslandi svo að eldar loguðu og blóðið flaut.Fyrri bækur Einars um Sturlungaöldina hafa hlotið einróma lof og glætt mjög áhuga fólks á þessu róstusama tímabili Íslandssögunnar. Ofsi hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin og var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

Náðarstund eftir Hönnuh Kent vakti rækilega athygli þegar hún kom út síðasta haust, ekki síst þegar höfundurinn kom í heimsókn og hélt eftirminnilegt upplestrarkvöld. Í Náðarstund dregur hún upp ótrúlega mynd af íslenskum veruleika, harðri lífsbaráttu, heitum tilfinningum og hörmulegum örlögum Agnesar Magnúsdóttur. Náðarstund er fyrsta skáldsaga Kent og hefur farið sannkallaða sigurför um heiminn og hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga, þar á meðal Áströlsku bókmenntaverðlaunin.

Sömu góður bækurnar, nýjar umbúðir!

INNskráning

Nýskráning