Kuggur

Kuggi og leikhúsvélinni vel tekið!

Síðastliðna helgi frumsýndi Þjóðleikhúsið glæný leiksýning um Kugg og leikhúsvélina (og auðvitað Málfríði og mömmu hennar) en í síðustu viku kom einmitt út 13. bókin um þessar óborganlegur persónur.

Leiksýningin hefur strax hlotið frábæra dóma! Sigríður Jónsdóttir, gagnrýnandi Fréttablaðsins gefur Kuggi og leikhúsvélinni heilar fjórar stjörnur og segir m.a. í dóm sínum:

„Þrenningin með Mosa í pokahorninu er virkilega smellin. Þau dansa, syngja og með hjálp leikhúsvélarinnar hennar Málfríðar umbreytast þau alls konar fígúrur, meira að segja Lilli klifurmús mætir óvænt svæðið. Gunnar Hrafn, Edda og Ragnheiður vinna laglega saman og hjálpa hvert öðru við að ná algjörlega til ungu leikhúsáhorfendanna. Þau hoppa, skoppa, fetta sig og bretta af bestu list frá upphafi til enda … Þrátt fyrir að leikritið sé miðað við yngstu leikhúsgestina þá geta fullorðnir líka haft mjög gaman af ævintýrum Kuggs, Mosa, Málfríðar og mömmu hennar. Þetta er kjörið tækifæri til að kynna óharðnaða og unga leikhúsgesti fyrir þeim töfrum sem leikhúsið hefur upp að bjóða. Lauflétt og stórskemmtileg sýning fyrir alla fjölskylduna.“

Sýningin fær sömuleiðis góðar viðtökur í DV þar sem Bryndís Loftsdóttir skrifar um hana:

„Besti leikari sýningarinnar var svo hinn ungi og bráðefnilegi Gunnar Hrafn Kristjánsson. Leikur hans var einlægur og hófstilltur og ekki nokkur leið að ímynda sér að hægt hefði verið að túlka Kugg betri hátt. Þetta er stutt sýning, um 45 mínútur, og því vel viðráð- anleg fyrir börn allt niður þriggja ára gömul. Búningar og gervi voru afskaplega vel unnin og algjörlega anda bókanna líkt og ungir áhorfendur vænta … Hinn ungi leikhúsfélagi minn skemmti sér konunglega leiksýningunni og gaf henni allar sínar skærustu stjörnur.“

INNskráning

Nýskráning