Nú fer hver að verða síðastur að skila barnabókahandriti!

Ertu að skrifa? Forlagið og Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka auglýsa eftir handriti að skáldsögu fyrir börn og unglinga, að lágmarki 50 ritvinnslusíður að lengd, til að keppa um Íslensku barnabókaverðlaunin 2015. Skilafrestur er til 15. febrúar n.k. Verðlaunin nema 500.000 krónum auk höfundarlauna. Handritum skal skila í fjórum eintökum til: Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka Forlagið Bræðraborgarstíg 7 101 Reykjavík.

Handrit á að merkja með dulnefni en rétt nafn höfundar fylgi með í lokuðu umslagi.

Nánar um frágang handrits og verðlaunin almennt má lesa hér.

Hér má skoða sigurvegara síðasta árs og bókina hans. Ótrúleg ævintýri afa: Leitin að Blóðey

INNskráning

Nýskráning