Ofan og neðan

Ofan og neðan og Hugleikur les

Ofan og neðan er þriðja bókin í Endaflokki Hugleiks Dagssonar þar sem hann túlkar mismunandi heimsendi í hverri bók með hjálp klárustu teiknara landsins.

Ofan og Neðan segir frá því þegar þyngdarafl jarðarbúa snýst við og allir detta upp. Örfáar hræður hanga eftir í hvolfdum heimi. Réttara sagt innipúkarnir. Innipúkarnir erfa jörðina.

Bókin segir tvær reynslusögur af slíkum eftirlifendum, sem lesnar eru frá sitt hvorum enda bókarinnar og mætast í miðjunni. Sigmundur B. Þorgeirsson og Lilja Hlín Péturdóttir myndskreyta.

Hugleikur hefur verið afar frjór á þessu ári og fagnar útgáfum ársins á skemmtistaðnum Húrra í kvöld, þriðjudag kl. 20, en þar hyggst hann leiklesa úr nýlegum verkum. Varúð: Það verða sagðir afar ógeðslegir hlutir. Bækur verða til sölu og áritunar einnig.

Látið ekki suddan stöðva ykkur. Ekki nóg með að það sé hlýtt og gott á Húrra þá hlýjar hláturinn innan frá.Sjáumst í kvöld!

Allt um viðburðinn má finna hér.

INNskráning

Nýskráning