Svetin í sálinni

Sveitin í sálinni væntanleg!

Erum við ekki öll sveitamenn í sálinni? Í glæsilegri bók Eggerts Þórs Bernharðssonar er fjallað um sveitalífið í Reykjavík, horfinn tíma sem þó er svo nálægur.

Sveitin í sálinni fjallar um horfinn heim í Reykjavík – heim sem var lifandi veruleiki þúsunda Reykvíkinga langt fram eftir 20. öld. Margir bæjarbúar voru aðfluttir úr sveit og höfðu með sér á mölina viðhorf og venjur úr átthögunum. Ýmsum þeirra þótti sjálfsagt að halda áfram dálitlum búskap en flestir létu sér nægja að stunda matjurtarækt, þar sem kartöflur voru í öndvegi. Smám saman höfðu steinsteypa og malbik þó betur; skepnuhald og matjurtarækt í stórum stíl létu undan síga og liðu loks undir lok.

Verkið er ákaflega myndríkt en þar er rakið í glöggum texta og rúmlega 550 forvitnilegum ljósmyndum hvernig ásýnd Reykjavíkur tók stakkaskiptum á 20. öld – þar sem fléttuðust saman fornir hættir og ný viðhorf.

Sveitin í sálinni er hálfgerð systurbók bókar Eggerts frá 2001, Undir bárujárnsboga, sem endurútgefin var fyrir jólin í fyrra.

Bókin er væntanleg öðru hvoru megin við helgina svo biðin styttist óðum! Óhætt er að segja að útgáfa bókarinnar séu stórtíðindi í vertíðinni og hægt að mæla með henni við alla, ekki aðeins þá sem hafa áhuga á sögu heldur alla sem hafa áhuga á fólki.

INNskráning

Nýskráning