thorarinneldjarn3baekur

Þrenna hjá Þórarni!

Þórarinn Eldjárn á 40 ára rithöfundaafmæli í ár og fagnar því með heilum þremur bókum; barnaljóðabókinni Fuglaþrugl og nafklakrafl sem kom út nú á dögunum, þýðingu á sígildu pólsku söguljóði sem ber titilinn Örleifur og hvalurinn og auðvitað ljóðabókinni frábæru sem kom út vor, Tautar og raular.

Engin smá afköst! Sérstaklega þegar miðað er við hversu mikið gæðaefni er hér á ferð!

Um Fuglaþrugl og naflakrafl:
Ljóðabækur Þórarins Eldjárns með myndum eftir Sigrúnu Eldjárn hafa glatt íslensk börn á öllum aldri í ríflega tvo áratugi. Fuglaþrugl og naflakrafl geymir 21 nýtt og fjörugt ljóð um allt milli himins og jarðar: Ýmiss konar fugla og fuglahræðu; hesta, hunda, sjóræningja og svín; afa og ömmu, riddara, ljón og dreka – að ógleymdu sjálfu naflakuskinu sem ekkert skáld hefur áður gefið gaum.

Um Tautar og raular:
Tautar og raular geymir um 70 fjölbreytt ljóð, flest frumort og ný en einnig fáein þýdd. Efnið skiptist í fjóra nokkuð ólíka hluta: óbundin ljóð og háttbundin, prósaljóð og þýðingar. Þetta er tíunda ljóðabók Þórarins ef frá eru taldar alkunnar barnaljóðabækur hans og Kvæðasafn.

Um Örleif og hvalinn:
Örleifur er agnarsmár en langar þó mest af öllu til að hitta stærsta dýr veraldar. Þess vegna leggur hann upp í leiðangur á litlum báti til að finna hval. Kvæðið um Örleif og hvalinn er eitt af vinsælustu barnaljóðum pólska skáldsins Julians Tuwim. Hér birtist það íslenskum lesendum í fyrsta sinn með sígildum myndum eftir Bohdan Butenko í frábærri þýðingu Þórarins Eldjárns

INNskráning

Nýskráning