Skrímslakisi

Skrímslin eiga afmæli

Stór skrímslið og Litla skrímslið halda þessa dagana upp á að 10 ár séu síðan fyrsta bókin um þess dásamlega vinalegu skrímsli kom út. Að því tilefni hefur hin sígilda Skrímsli í myrkri verið endurprentuð auk þess að út kemur spáný bók sem nefnist Skrímslakisi!

Litla skrímslið hefur eignast kettling. Hann kisi er ógurlega sætur og mjúkur og litla skrímslið er alltaf með hann. Dag einn hverfur skrímslakisi og finnst hvergi. Litla skrímslið er miður sín. En af hverju er stóra skrímslið svona þögult?

Skrímslakisi er áttunda bókin um litla og stóra skrímslið. Bækurnar hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál og hlotið margs konar verðlaun og viðurkenningar. Sjöunda bókin, Skrímslaerjur, var tilnefnd til verðlauna Norðurlandaráðs fyrir barna- og unglingabókmenntir.

INNskráning

Nýskráning