Allt með kossi vekur
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2011 | 353 | 3.100 kr. | ||
Kilja | 2012 | 353 | 1.190 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2011 | 353 | 3.100 kr. | ||
Kilja | 2012 | 353 | 1.190 kr. |
Um bókina
Þegar Davíð fær send eftirlátin gögn Láka, sambýlismanns Elísabetar móður hans, vaknar hjá honum óslökkvandi löngun til þess að komast til botns í því sem gerðist haustið 2003. Hver var þáttur móður hans í örlögum vina hennar, Indi og Jóns? Hafði Elísabet eyðileggjandi áhrif á alla í kringum sig? Kallaði Kötlugosið fram illskuna í fólki? Bjó hinn eini sanni koss yfir óskilgreindum ógnarkrafti? Leit Davíðs að sannleikanum verður að ferðalagi inn í innstu sálarmyrkur og knýr hann að lokum til að takast á við erfiðar spurningar um tilvist sína.
Allt með kossi vekur er kraftmikil og hugmyndarík saga sem sver sig í ætt við fyrri bækur Guðrúnar Evu Mínervudóttur, þar sem frásögnin dansar á mörkum raunsæis og fantasíu. Guðrún Eva hlaut fyrir hana Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2011.
Teikningar í bókinni eru eftir Sunnu Sigurðardóttur.
8 umsagnir um Allt með kossi vekur
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Þetta er sterkt verk; sögumaðurinn kafar djúpt í sálarlíf allra sögupersónanna og gengur ansi nærri þeim en fyrir vikið verða þær áhugaverðar í hversdagsleika sínum og aldrei klisjur … Sársauki persónanna verður hreint áþreifanlegur en Guðrún Eva eykur dramatíkina enn frekar með því að flétta inn goðsagnakenndri fantasíu, sem Sunna Sigurðardóttir hefur fært í myndasöguform, um fyrsta koss heimsins og yfirnáttúrulegt afl sem losnar úr læðingi hjá þeim sem hljóta slíkan lífsins koss.“
Auður Aðalsteinsdóttir / Spássía.is
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Guðrún Eva fangar brot af sprengikrafti náttúrunnar í þessu verki sem hverfist um ástina og dauðann, skil draums og veruleika, svefns og vöku og listgáfu og vitfirringar – og ekki síst eilífa þörf mannskepnunnar til að ramma inn veruleikann, festa hönd á „sannleikanum“ og skilgreina þannig eigin stöðu í gjósandi heimi.“
Erla Elíasdóttir / Druslubækur og doðrantar (bokvit.blogspot.com)
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Allt með kossi vekur [er] ekki einungis margslungin í frumlegum tilraunum með sjálft skáldsagnaformið, heldur einnig í efnistökum og skírskotunum í þann stóra merkingarheim er verkið sprettur úr … óhætt [er] að fullyrða að lesturinn opnar lesandanum einkar áhugaverðan heim, í víddum sem eru fáheyrðar í íslenskum skáldskap.“
Fríða Björk Ingvarsdóttir / Víðsjá
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Guðrún Eva hefur enn og aftur skapað seiðmagnað skáldverk sem fellur seint í gleymsku.“
Ingveldur Geirsdóttir / Morgunblaðið
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Þetta fleygast inn í hausinn á manni og situr þar. Það er einkenni góðra bóka – maður gleymir þeim ekki strax.“
Egill Helgason / Kiljan
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Bók Guðrúnar Evu Mínervudóttur er fersk, frumleg, ágeng og spennandi, byggingin er úthugsuð og frásagnarhátturinn flottur.“
Steinunn Inga / steinunninga.wordpress.com
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„… átakamikið og áhrifamikið verk og minnir að því leyti á eina af fyrri skáldsögum höfundar, Yosoy … hiklaust ein af athyglisverðustu og sterkustu skáldsögum þessa árs.“
Úlfhildur Dagsdóttir, bokmenntir.is
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Guðrún Eva hefur löngu sannað að hún er einn okkar frjóasti og frumlegasti höfundur og hefur einstakt lag á því að sýna samskipti fólks í nýju og óvæntu ljósi.“
Friðrika Benónýs / Fréttablaðið