Málarinn eftir Ólaf Gunnarsson fékk fjóra og hálfa stjörnu í Morgunblaðinu í dag. Það er engin leið að klippa það besta úr dómnum – þennan dóm þarf að lesa allan:
„Þeir sem ekki hafa lesið Málarann eftir Ólaf Gunnarsson geta glaðst yfir því að eiga gott vændum vetur: þeir geta hlakkað til þeirrar mögnuðu upplifunar að lesa þessa áhrifamiklu bók. Líkt og þeir sem hafa ekki enn lesið sögur afburðahöfunda borð við Charles Dickens.
Þessir tveir höfundar eru vitaskuld ólíkir en eiga það sammerkt að vera gæddir þeirri náðargáfu að geta sagt magnþrungnar sögur og skapað söguhetjur sem halda lesandanum hugföngnum frá upphafi til enda. Vonandi tekur höfundurinn það ekki nærri sér ef bókin rokselst fyrir jólin.
[…] styrkur sögunnar felst fyrst og fremst því að höfundinum tekst að búa til stórbrotna og trúverðuga söguhetju með risastórt egó sem engu eirir, ekki einu sinni þeim sem hún elskar mest. Þótt listamaðurinn sé stór sniðum er hann eins og allir sannir menn að því leyti að hann þráir fyrst og fremst ást og virðingu. Ofan þessa sterku þrá bætist hins vegar svo yfirþyrmandi ótti við höfnun að hann verður að tortímingarafli, skilur eftir sig slóð eyðileggingar líkt og fellibylurinn Sandy.
Sagan er sögð hófstilltum stíl, án nokkurs rembings, þótt hún einkennist frá upphafi af miklum átökum sem stigmagnast. Spenna lesandans eykst líka stöðugt uns hann hefur lesið bókina upp til agna og hugsar: hvílík dramatík!
Slík meistaraverk eru fágæt og viðbúið er að maður verði fyrir vonbrigðum við lestur næstu bókar í holskeflunni fyrir jólin. Til að vera viss um að næsta bók standist örugglega samanburð er líklega ráðlegt að snúa sér að einhverjum snillinga bókmenntasögunnar, til að mynda Dickens.“
Bogi Þór Arason / Morgunblaðið