Í dag, 16. 0któber, er Guðbergur Bergsson áttræður og í tilefni afmælisins kemur út ný bók eftir hann í dag. Bókin ber titilinn Hin eilífa þrá – Lygadæmisaga og er bæði lygileg prakkarasaga og harmræn dæmisaga um Íslendinga samtímans.
Fyrsta bók Guðbergs, Músin sem læðist, kom út árið 1961. Eftir hann liggur fjöldi skáldsagna, ævisagna- og endurminningabóka, ljóða, þýðinga og barnabóka og hann er óumdeilt einhver áhrifamesti höfundur okkar á síðari hluta 20. aldar — og raunar fram á þennan dag.
Guðbergur hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir ritstörf sín auk þess sem bækur hans njóta vaxandi vinsælda víða erlendis og hafa verið þýddar á fjölmargar þjóðtungur.
Forlagið óskar Guðbergi innilega til hamingju með daginn!