Höfundarkvöld með Kristof Magnusson

Höfundarkvöld með Kristof Magnusson verður á Súfistanum, í Bókabúð Máls og menningar Laugavegi 18, fimmtudagskvöldið 4. október kl. 20.

Nýlega kom út bókin Það var ekki ég eftir Kristof í íslenskri þýðingu Bjarna Jónssonar. Bókin hefur fengið gríðarlega góðar viðtökur í Þýskalandi og setið á metsölulista Der Spiegel.

Kristof er íslensk-þýskur höfundur og einn helsti þýðandi íslenskra skáldverka. Hann hefur t.a.m. þýtt bækur Einars Kárasonar og Auðar Jónsdóttur á þýsku og munu þau spjalla við Kristof á höfundarkvöldinu.

Þessir þrír höfundar tengjast á margan hátt. Auður og Kristof eiga það sameiginlegt að Einar Kárason var þeirra helsta fyrirmynd þegar þau voru unglingar og verk hans hvatti þau til að skrifa. Kristof og Auður vilja því meina að Einar Kárason sé heiðursgestur kvöldsins. Einar og Kristof hafa ferðast víða um Þýskaland saman til að spjalla um verk Einars og lesa upp úr Ofsa sem Kristof þýddi en þetta kvöld munu hlutverkin snúast við þar sem Einar og Auður munu spyrja Kristof út í hans bók. Einnig munu höfundarnir þrír lesa upp úr nýjum verkum sínum, en bæði Auður og Einar eru með nýja bók fyrir jólin.

Allir velkomnir og ókeypis aðgangur.

INNskráning

Nýskráning