Í nýju sunnudagsblaði Morgunblaðsins er að finna bókaopnu þar sem Kolbrún Bergþórsdóttir fjallar um bækur, segir fréttir af bókum og talar við fólk um bækur. Sannkallað bókaormafóður.
Þar hrósar hún mexíkóska bókmenntaverkinu Jesúsu í hástert. Hún segir bókina meistaraverk sem hún mæli með við alla sem hún hittir. Hún er hrifin af aðalpersónunni, Jesúsu sjálfri, sem er „bæði ómótstæðileg og ógleymanleg.“ Kolbrún hvetur alla til að lesa bókina – „Þið munið ekki sjá eftir því.“