Næturóskin klippt

Djörf næturósk

Næturóskin eftir Anne B. Ragde kom út fyrir skömmu og þykir ágeng, djörf, vel skrifuð og húmorísk. Margir þekkja höfundinn eftir að hafa lesið þríleikinn um Neshov-fjölskylduna en í þessari bók er að finna allt annan tón.

Söguhetjan er kynlífsfíkill sem fyllir líf sitt af æsilegum skyndikynnum með hinum ýmsu mönnum. Það mætti segja að bókin sé erótísk skáldsaga frá frábærum höfundi sem er samt alveg laus við „fórnarlambstón margra skvísubóka“ eins og Páll Baldvin orðar það í fjögurra stjörnu dómi sínum í Fréttatímanum um daginn.

Friðrika Benónýsdóttir bætir við þetta og segir að bókin sé „vel skrifuð og skemmtileg saga um eina skemmtilegustu kvenpersónu sem sést hefur á prenti langa lengi.“

Bókin er bók mánaðarins í nýjum Bókaklúbbi Smartlands þar sem lesendur geta deilt skoðunum sínum og pælingum um bókina.

INNskráning

Nýskráning