Jussi Adler-Olsen

Flöskuskeyti frá P fær frábæra dóma

Jussi Adler-Olsen er vinsælasti krimmahöfundur Danmerkur þessa dagana og virðist einnig vera að sjarmera landann hér á Íslandi upp úr skónum. Þrjár bækur eru komnar út eftir Jussi í íslenskri þýðingu, Konan í búrinu, Veiðimennirnir og sú nýjasta, Flöskuskeyti frá P.

Flöskuskeyti frá P var í fyrsta sæti á metsölulista Eymundsson í síðustu viku og hefur bókin fengið þrjá dóma sem eru allir glimrandi góðir.  Allir gagnrýnendur hafa gefið bókinni fjórar stjörnur og virðast vera sammála um að Jussi sé afbragðs góður krimmahöfundur og bókin sé svo spennandi að ekki er hægt að leggja hana frá sér. Kolbrún Bergþórsdóttir segir í Morgunblaðinu að Flöskuskeytið sé „einfaldlega besta spennusagan á markaðnum nú um stundir.“

INNskráning

Nýskráning