jodi picoult

„Ógjörningur að leggja bókina frá sér“

Nýjasta bók Jodi Picoult í íslenskri þýðingu, Reglur hússins, fékk flottan dóm í Fréttablaðinu og fjórar stjörnur. Bókin fjallar um dreng sem er með Asperger-heilkenni og hvernig honum gengur að fylgja óskráðum reglum samfélagsins. Þegar hann liggur undir grun í morðmáli á hann erfitt með þessar reglur og móðir hans, sem alltaf hefur verndað hann, veit ekki lengur hverju hún á að trúa.

Friðrika Benónýsdóttir, sem skrifar dóminn, segir bókina sterka og áhrifaríka sem skýri vel sjónarmið og heimsmynd fólks með Asperger-heilkenni. Eins og vaninn er með bækur Picoult, t.a.m. Á ég að gæta systur minnar og Brothætt, vekur sagan upp margar spurningar í huga lesandans og segir Friðrika að nánast ógjörningur sé að leggja bókina frá sér fyrr en eftir síðasta punkt.


INNskráning

Nýskráning