Jussi Adler-Olsen dvaldi á Íslandi síðustu vikuna og fór heim á föstudaginn. Jussi kom til að kynna þriðju bók sína á íslensku, Flöskuskeyti frá P, og koma fram á höfundakvöldi Norræna hússins.
Báðum markmiðum náði hann. Flöskuskeyti frá P klifrar örugglega upp metsölulista og hefur fengið frábæra fjögurra stjörnu dóma bæði í Fréttatímanum og Fréttablaðinu.
Höfundakvöldið gekk frábærlega vel, salurinn var smekkfullur og Árni Matthíasson, blaðamaður, spurði Jussi skemmtilegra og hressandi spurninga. Jussi sagði forvitnilegar sögur af sjálfum sér, persónum sínum og þá samfélagslegu gagnrýni sem má finna í bókum hans.
Ótrúlega gaman að fá svona góðan gest í heimsókn – takk fyrir okkur Jussi!