Jón Óskar (1921–1998) var einn af formbyltingarmönnum ljóðsins á Íslandi, atómskáldunum sem svo voru nefnd. Hann gaf út fyrstu ljóðabók sína, Skrifað í vindinn, árið 1953 og festi sig í sessi sem byltingarskáld með bókinni Nóttin á herðum okkar, 1958. Sú bók var skreytt blekmyndum Kristjáns Davíðssonar, en sýning á myndunum verður opnuð í Bókabúð Máls og Menningar í tilefni útgáfunnar þann 30. september 2012.
Þann 30. ágúst 2012 fögnum við útgáfunni með boði í Bókabúð Máls og menningar kl. 17 – allir velkomnir.
„Þetta traust er alls staðar nærri í ljóðum Jóns Óskars, að til séu eilíf verðmæti sem standist hverja raun: að listir, mannúð, frelsi, ást – hið skapandi líf – lifi, þótt öll myrkraöfl heimsins sameinist um að tortíma því.“
Einar Bragi / Birtingur
Sigurður Ingólfsson ritar formála.