Lars Kepler

Dávaldurinn frumsýnd

Í lok september verður myndin Dávaldurinn frumsýnd í Svíþjóð sem er gerð eftir samnefndri bók Lars Kepler, sem er skáldanafn sænsku hjónanna Alexöndru og Alexanders Ahndoril.
Dávaldurinn hefur verið þýdd á 38 tungumál og átt miklum vinsældum að fagna – einnig meðal íslenskra lesenda þegar hún kom út á íslensku árið 2010.
Fyrir síðustu jól kom bókin Paganinisamningurinn eftir Lars Kepler og í byrjun september kemur þriðja Kepler-bókin út á íslensku sem ber titilinn Eldvitnið.
Það er því nóg að gera hjá Kepler-aðdáendum á næstunni – bók og bíó. Hér má sjá kynningarmyndband um kvikmyndina.


INNskráning

Nýskráning