Hildur Sverrisdóttir

Fantasíur og fiðringur á Rás 2

Bókin Fantasíur er komin út sem inniheldur 51 fantasíu fyrir konur.

Bókin hefur vakið mikla athygli frá því að Hildur Sverrisdóttir, ritstjóri bókarinnar, bauð íslenskum konum að senda inn fantasíur sínar. Alls 200 fantasíur bárust og voru 51 valin til að birta í bókinni.

Fjölmiðlar hafa sýnt verkefninu og bókinni mikinn áhuga enda ekki á hverjum degi sem íslenskt kynferðislegt efni sem er sérstaklega ætlað konum kemur á markað. Í síðdegisútvarpi Rásar 2 var spjallað við Hildi um bókina og fengu hlustendur að heyra brot úr fantasíunum sem Sigurlaug M. Jónasdóttir les. Sigurlaug fer á kostum í lestrinum og er umfjöllunin öll hin hressilegasta.

Hér má hlusta á Fantasíur í síðdegisútvarpi Rásar 2.

INNskráning

Nýskráning