Við athöfn á Bessastöðum í gær, 17. júní, sæmdi forseti Íslands ellefu Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Kristín Marja Baldursdóttir, rithöfundur, var sæmd riddarakrossi fyrir ritstörf og framlag til íslenskra bókmennta.
Bækur Kristínar Marju hafa átt miklum vinsældum að fagna síðustu árin, ekki síst bækurnar tvær um listakonuna Karitas. Bækurnar, Karitas án titils og Óreiða á striga, spanna líf listakonunnar og eru um leið aldarspegill 20. aldarinnar þar sem Kristín Marja lýsir íslensku samfélagi, mönnum og umhverfi á einstakan hátt.