Su Doku 3
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2006 | 100 | 990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2006 | 100 | 990 kr. |
Um bókina
Í Japan njóta hefðbundnar krossgátur ekki mikilla vindælda. Þar leysa menn Su Doku gátur. Hvarvetna þar sem fólk þarf að drepa tímann, í lestum og biðstofum, má sjá fólk niðursokkið í þrautirnar. Þótt Su Doku sé sannarlega japanskt orð – Su Doku þýðir eitthvað í líkingu við „talnastaður“ á japönsku – eru þrautirnar ekki japanskar að öllu leyti. Einfölduð gerð þeirra var fundin upp af svissneska stærðfræðingnum Euler á 18. öld og Su Doku þrautir nútímans eru taldar runnar þaðan.
Allar þrautirnar í þessum bókum voru gerðar af Wayne Gould, þrautakóngi sem um skeið var dómari í Hong Kong. Hann rakst á blað með þrautunum í bókabúð í Tókýó og eftir að hafa náð tökum á listinni hóf hann að búa til sína eigin þrautir sem svo birtust í breska dagblaðinu The Times.
Þrautirnar urðu fljótlega geysivinsælar enda eru þær hin fullkomna dægrastytting: Þær reyna á hugann og þolinmæðina og maður fær aldrei nóg!
Þetta eru gáturnar sem hleyptu Su Doku æðinu af stað eftir manninn sem færði okkur Su Doku.