Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Elling – fugladansinn
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2004 | 253 | 990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2004 | 253 | 990 kr. |
Um bókina
Elling vaknar á geðdeild eftir að hafa fengið taugaáfall. Þar kynnist hann Kjell Bjarne sem líkt og Elling er ekki eins og fólk er flest. Á milli þessara sérkennilegu en ólíku manna myndast óvenjuleg vináttutengsl. Vináttuböndin verða þó ekki til átakalaust og eftir sérlega misheppnað aðfangadagskvöld rifjar Elling upp viðburðaríka ferð með móður sinni til Benidorm þar sem hann gerði tilraun til að haga sér eins og dæmigerður sólarlandafari.
Ingvar Ambjörnsen hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir bækur sínar um Elling sem hafa notið mikilla vinsælda. Samnefnd kvikmynd vakti mikla athygli og var tilnefnd til Óskarsverðlauna. Kvikmyndin Mors Elling sem gerð var eftir Fugladansinum, hefur einnig vakið mikla athygli og slegið í gegn víða um lönd.