Meira af Jóni Oddi og Jóni Bjarna
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Hljóðbók - streymi | 2022 | App | 1.490 kr. | Setja í körfu | |
Rafbók | 2022 | 1.490 kr. | |||
Innbundin | 2000 | 2.590 kr. |
Meira af Jóni Oddi og Jóni Bjarna
1.490 kr. – 2.590 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Hljóðbók - streymi | 2022 | App | 1.490 kr. | Setja í körfu | |
Rafbók | 2022 | 1.490 kr. | |||
Innbundin | 2000 | 2.590 kr. |
Um bókina
Jón Oddur og Jón Bjarni eru frægir fyrir kostuleg uppátæki sín. Þeir lenda í ýmsum ævintýrum þegar þeir byrja í skólanum, eignast nýja vini og halda áfram að kynnast lífinu, gleði þess og sorg. Það er með ólíkindum hverju drengirnir geta tekið upp á og óhætt að lofa lesendum bókarinnar frábærri skemmtun.
Sögurnar um Jón Odd og Jón Bjarna voru frumraun Guðrúnar Helgadóttur á bókmenntasviðinu. Þær komu fyrst út á áttunda áratugnum og og hafa margsinnis verið endurprentaðar. Bækurnar um bræðurna eru með allra söluhæstu barnabókum eftir íslenskan höfund enda er stöðug eftirspurn eftir þeim. Guðrún hefur hlotið Norrænu barnabókaverðlaunin fyrir bækur sínar og hafa erlendir ritdómarar skipað henni á bekk með Astrid Lindgren og Torbjörn Egner.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 2 klukkustundir og 1 mínúta að lengd. Silja Aðalsteinsdóttir les.