Sköpunarsögur

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2007 4.655 kr.
spinner
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2007 4.655 kr.
spinner

Um bókina

Hugmynd kviknar og verður að skáldverki – bók, kvikmynd eða leikriti – en hvernig gerist það? Hvernig skyldu sögurnar og ljóðin verða til? Pétur Blöndal tók viðtöl við tólf rithöfunda um vinnubrögð þeirra, sköpunarferlið og skáldverkin og Kristinn Ingvarsson ljósmyndaði höfundana að störfum.

Lesendur fá innsýn í þá þrotlausu vinnu og þær öguðu starfsaðferðir sem liggja að baki fullkláruðu verki. Rithöfundarnir segja frá því hvert þeir sækja fyrirmyndir, hvenær sólarhringsins þeir skrifa, hvernig hugmyndir kvikna, hvaða tónlist er í bakgrunni, hvernig þeir glíma við ritteppur og svo framvegis.

Talað er við ólíka höfunda á ýmsum aldri: Elías Mar og Kristján Karlsson frá þriðja áratug síðustu aldar, Guðrúnu Helgadóttur og Hannes Pétursson frá þeim fjórða, Kristínu Marju Baldursdóttur, Þorstein Gylfason og Sigurð Guðmundsson frá þeim fimmta, Vigdísi Grímsdóttur, Einar Kárason og Steinunni Sigurðardóttur frá þeim sjötta, Sjón frá þeim sjöunda og Guðrúnu Evu Mínervudóttur frá þeim áttunda.

Pétur Blöndal er blaðamaður á Morgunblaðinu og hefur getið sér gott orð fyrir lipurlega skrifuð viðtöl, pistla og skissur úr mannlífinu. Sköpunarsögur er hans fyrsta bók.

Kristinn Ingvarsson er ljósmyndari á Morgunblaðinu og hafa portrettljósmyndir hans vakið athygli hérlendis og erlendis fyrir að varpa óvæntu ljósi á persónur. Myndir hans hafa margoft verið verðlaunaðar á árlegri sýningu Blaðaljósmyndarafélags Íslands.

„Þetta eru frábærlega flottar myndir hjá Kristni, mörg alveg snilldarportrett… það sem kom gleðilega á óvart er hvað viðtöl Péturs eru efnismikil og ítarleg og vel unnin… það verður til bókmenntasaga 20. aldar.“
Jón Yngvi Jóhannsson / Ísland í dag / Stöð 2

„Mikið óskaplega er þetta skemmtilegt! Frábærar ljósmyndir … Konfektkassi sem endist fram á næsta ár.“
Gerður Kristný / Mannamál / Stöð 2

„Best er að játa það strax: Ég las þessa bók með áfergju eins og um spennusögu væri að ræða… það vekur strax eftirtekt hversu vel hér er vandað til verks… prýdd sérlega góðum ljósmyndum Kristins Ingvarssonar …“
Soffía Auður Birgisdóttir / Morgunblaðið

„… forvitnilegt [er] að líta á bakvið tjöld höfunda í bók Péturs Blöndals Sköpunarsögur. Hann bregður ekki aðeins ljósi á, hvernig höfundarnir 12, sem hann hittir að máli, skapa verk sín heldur dregur hann einnig fram skaphöfn hvers og heins, þannig að verk þeirra færast nær lesandanum.“
Björn Bjarnason/bjorn.is


Tengdar bækur

INNskráning

Nýskráning