20. öldin – Svipmyndir frá öld andstæðna
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2007 | - | 4.990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2007 | - | 4.990 kr. |
Um bókina
20. öldin er ætluð fyrir áfangann SAG 313. Bygging bókarinnar og efnistök taka mið af lýsingum á áfanganum og markmiðum hans í aðalnámskrá framhaldsskóla. Helstu viðfangsefni áfangans eru fyrri heimsstyrjöldin, millistríðsárin, kaldastríðið og líðandi stund og er bókinni út frá því skipt upp í fjóra aðalhluta:
– Heimsstyrjöldin fyrri. Friðargerðin og baksvið hennar
– Árin milli stríða. Áratugir andstæðna og átaka
– Kaldastríðsár
– Heimurinn við aldahvörf
Hverjum hluta fyrir sig er svo skipt niður í undirkafla. Töluvert er af ljósmyndum, kortum og gröfum í bókinni og auk þess er aftast í henni ítarleg nafna- og hugtakaskrá. Á vefnum er að finna safn verkefna af ýmsu tagi sem tengd eru viðfangsefnum bókarinnar, ásamt kennarahandbók.
Kennarahandbók má finna á kennarasvæði Forlagsins. Aðgangur að því er bundinn við lykilorð sem má nálgast með því að senda póst á netfangið forlagid@forlagid.is. Bókinni fylgir einnig verkefnasafn á nemendasvæði Forlagsins.