Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Fjöllin verða að duga
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2007 | 2.325 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2007 | 2.325 kr. |
Um bókina
Lágstemmd ljóðin í Fjöllin verða að duga eru fjölbreytt að formi og inntaki en mynda þó saman sterka heild þar sem baráttan við að finna hugsun sinni orð er áleitið viðfangsefni.
Ljóðstíll Þórarins er leikandi lipur og honum tekst sífellt að koma lesendum á óvart með nýstárlegum tengingum og hugmyndum. Undir gráglettnu yfirborði býr þó iðulega tregi og íhugul alvara.
2 umsagnir um Fjöllin verða að duga
Bjarni Guðmarsson –
„Eins og alltaf sýna ljóð Þórarins óviðjafnanlegan hæfileika skáldsins til að fanga hljóð orða og binda þau fast í stuðlum og rími eða lauslega til að halda hrynjanda. Samtímis heldur hann áfram að móta, ögra og endurnýja tungumálið og uppgötvar merkingu í andlausum tuggum með því að búa til ótal orðaleiki.“
Olga Holownia/bokmenntir.is
Bjarni Guðmarsson –
„Fjöllin verða að duga er ekki aðeins skemmtileg ljóðabók og fimlega ort heldur rís hún einnig upp eins og fjall úr flötum heimi hvað varðar ýmsar vangaveltur um samtímann.“
Skafti Þ. Halldórsson/Morgunblaðið