Almannatryggingar og félagsleg

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2007 7.765 kr.
spinner

Almannatryggingar og félagsleg

7.765 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2007 7.765 kr.
spinner

Um bókina

Bókin Almannatryggingar og félagsleg aðstoð fjallar um almannatryggingar en þær skipa veigamikinn sess í íslensku velferðarþjóðfélagi og snerta alla landsmenn. Þetta er mjög mikilvægt en um leið umfangsmikið og flókið réttarsvið sem lítið hefur verið skrifað um frá lögfræðilegu sjónarhorni og bætir bókin úr brýnni þörf fyrir fræðilega umfjöllun um þetta svið réttarins.

Í bókinni er farið ofan í saumana á lögum nr. 100/2007 um almannatryggingar og lögum nr. 99/2007 um félagslega aðstoð. Inntak og framkvæmd hvers ákvæðis fyrir sig er skýrð með tilliti til reglugerða og annarra reglna sem settar hafa verið um framkvæmd þeirra, framkvæmdar Tryggingastofnunar og úrskurða úrskurðarnefndar almannatrygginga, auk dóma. Framsetningin gerir lesendum kleift að öðlast þekkingu á þeim réttindum sem löggjöfin mælir fyrir um og þeim skilyrðum sem þau eru bundin.

Almannatryggingar og félagsleg aðstoð er grundvallarrit sem gagnast öllum sem koma að almannatryggingum í starfi sínu, til dæmis lögmönnum, starfsmönnum stjórnsýslunnar og heilbrigðisstarfsfólki. Bókinni er jafnfram ætlað að veita þeim sem sækja um eða njóta greiðslna eða þjónustu úr almannatryggingakerfinu innsýn í sviðið.

Höfundarnir, dr. Guðmundur Sigurðsson og dr. Ragnhildur Helgadóttir, eru prófessorar við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Þau fengu styrk úr Rannsóknarsjóði til rannsóknarinnar sem birtist að hluta í bókinni. Að rannsókninni standa einnig Tryggingastofnun ríkisins og sérfræðingar hennar.


Tengdar bækur

4.090 kr.
2.390 kr.
4.390 kr.
3.490 kr.4.090 kr.
litil-biblia
3.790 kr.
3.890 kr.
2.990 kr.4.290 kr.

INNskráning

Nýskráning