Heilbrigði trjágróðurs

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2014 160 3.620 kr.
spinner

Heilbrigði trjágróðurs

3.620 kr.

Heilbrigði trjágróðurs
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2014 160 3.620 kr.
spinner

Um bókina

Heilbrigði trjágróðurs er aðgengileg og gagnleg handbók, ætluð þeim sem rækta tré sér til ánægju og nytja og öðrum sem hafa áhuga á náttúru Íslands. Hún bætir úr brýnni þörf því ýmsir nýir trjáskaðvaldar hafa borist til landsins á síðustu árum.

Í upphafi bókarinnar er vistkerfum skóga lýst, fjallað um áhrif ýmissa umhverfisþátta á vöxt og viðgang trjágróðurs og gerð almenn grein fyrir meinsemdum á trjám og runnum. Þá er farið ítarlega yfir helstu sjúkdóma og meindýr sem herja átrjágróður á Íslandi, um 70 tegundir alls, og skaðvöldunum lýst í máli og myndum. Í bókarlok er fjallað um varnar- kerfi trjáa og aðgerðir til að draga úr skaða á trjám.

Höfundarnir, Guðmundur Halldórsson skordýrafræðingur og Halldór Sverrisson plöntusjúkdómafræðingur, eru meðal virtustu vísindamanna á sínu sviði. Auk þeirra ritar Edda Sigurdís Oddsdóttir jarðvegslíffræðingur um skógarvistkerfið.

Tengdar bækur

INNskráning

Nýskráning