Lífeðlisfræði: kennslubók handa framhaldsskólum
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2012 | 9.690 kr. |
Lífeðlisfræði: kennslubók handa framhaldsskólum
9.690 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2012 | 9.690 kr. |
Um bókina
Þetta er ný úgáfa bókarinnar, sem kom fyrst út 1983. Höfundur hefur endurskoðað efni hennar og gert ýmsar breytingar í samræmi við þróun fræðigreinarinnar undangengin ár. Sem dæmi má nefna umfjöllun um efnaboð innan líkamans, starfsemi heilafrumna og nýtt efni er varðar stofnfrumur. Þá er það nýjung í þessari útgáfu að í lok margra kafla eru auk spurninga til upprifjunar lýsingar á verklegum æfingum sem tengjast efni kaflans. Einnig eru allmargar nýjar myndir í bókinni.
Lífeðlisfræðin fjallar um lífsstörfin, um virkni líkamans, hvernig saman starfa frumur hans, vefir og líffæri. Fræðiheiti greinarinnar, fysiologia, kemur fyrst fyrir í grískum ritum um 600 f.Kr., og merkir þá nánast náttúruvísindi eða náttúruheimspeki, könnun á eðli náttúrlegra hluta, jafnt í lífvana náttúru sem í lífheiminum. Í lok miðalda táknaði hugtakið vísindin um störf heilbrigðs mannslíkama, og á 19. öld innlimaði lífeðlisfræðin loks lífsstörf allra lifandi vera, örvera og plantna jafnt sem dýra og manna.
Lífeðlisfræðin tengir líffræði við læknisfræði, lyfjafræði, landbúnaðarfræði og fleiri hagnýtar fræðigreinar. Hún er því fyrir ýmsa mikilvægur þáttur í undirbúningi að lífsstarfi. Til mun fleiri – allra þeirra sem láta sig varða ástand eigin líkama – á hún erindi sem hluti almennrar menntunar.