Fjall í fangið
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2024 | 240 | 7.690 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2024 | 240 | 7.690 kr. |
Um bókina
Þann 20. desember 1974 féllu einhver mestu snjóflóð sem fallið hafa á byggð í Evrópu á Neskaupstað. Bæjarstjórinn, Logi Kristjánsson, 33 ára verkfræðingur, fékk það hrikalega hlutverk að stýra uppbyggingu samfélagsins. Atvinnufyrirtæki bæjarins voru í rúst, 12 manns létu lífið. Íbúðarhús eyðilögðust, gatnakerfið var stórskemmd, vatnskerfið einnig, óhemju olíumengun í firðinum, löndunarhöfnin farin og ofan á allt allar aðflutningsleiðir lokaðar nema sjóleiðin. Byggja þurfti bæinn upp aftur og að auki hlúa að sálarlífi og trú bæjarbúa á framtíðina. Næstkomandi desember þann tuttugasta verða 50 ár liðin frá þessum mikla harmleik.
Fjall í fangið er einstök frásögn stjórnanda sveitarfélags andspænis meiriháttar náttúruhamförum, skráð af konu hans Ólöfu sem einnig lýsir, með prósatextum, upplifun móður, eiginkonu og ritstjóra á átakaárum í þessu fyrrum höfuðvígi róttækra vinstri manna á Íslandi.
Hver var leyndardómurinn á bak við glæsilegan árangur af uppbyggingunni og hvað gerð meirihlutanum sem ríkti í 52 ár samfellt mögulegt að halda velli?
Lengi hefur vantað frásögn frá sjónarhóli stjórnenda þess tíma. Hér er úr því bætt. Bókin er 240 síður, prýdd fjölda litmynda.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar