Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Gólem
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2024 | 437 | 7.690 kr. | ||
Rafbók | 2024 | - | 4.290 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2024 | 437 | 7.690 kr. | ||
Rafbók | 2024 | - | 4.290 kr. |
Um bókina
Ung kona hefur það að atvinnu að deyja. Með dauða sínum bjargar hún ríkasta fólki heims frá slysum eða árásum og lengir þannig ævi þess. Sjálf ólst hún upp á fósturheimilum en var tekin þaðan og send í skóla á vegum valdamikils fyrirtækis þar sem hún var búin undir þetta hrottalega ævistarf. Dag einn er tilvist fyrirtækisins ógnað – með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir hana og fólkið sem hún elskar.
Steinar Bragi hefur hlotið fjölda tilnefninga og verðlauna fyrir verk sín sem hafa verið þýdd á fleiri en tuttugu tungumál. Gólem er grípandi saga úr myrkum og miskunnarlausum framtíðarheimi þar sem andófið er kæft niður áður en það byrjar.
1 umsögn um Gólem
Fanney Benjaminsdottir –
„Næstum skotheld. Heimurinn fullskapaður niður í smáatriði.”
Marinella Arnórsdóttir / Heimildin