Ferðalok
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2024 | 267 | 7.690 kr. | ||
Rafbók | 2024 | - | 4.690 kr. | ||
Hljóðbók - streymi_1 | 2024 | App | 4.990 kr. | Setja í körfu |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2024 | 267 | 7.690 kr. | ||
Rafbók | 2024 | - | 4.690 kr. | ||
Hljóðbók - streymi_1 | 2024 | App | 4.990 kr. | Setja í körfu |
Um bókina
Söguleg skáldsaga um misjöfn kjör og hverfula gæfu, spunnin út frá ævi þjóðskáldsins Jónasar Hallgrímssonar og einkennilegum atburðum sem urðu í Öxnadal þegar hann var ungur. Sagan birtir nýja og magnaða sýn á skáldið og það samfélag sem fóstraði hann, jafnt í solli stórborgarinnar sem fátækri sveit á norðurhjara – andstæður sem mótuðu bæði manninn og verk hans.
Skáldið fellur í stiga um miðja nótt og fótbrotnar. Að morgni er hann færður á spítala þar sem hann liggur fársjúkur og rifjar upp sælar og sárar stundir ævi sinnar. Á hugann leita meinleg örlög smaladrengs í sveitinni heima en fornar ástarraunir svífa líka um hugskotið, allt sem var sagt og ósagt.
Arnaldur Indriðason hefur verið vinsælastur íslenskra höfunda heima og erlendis í aldarfjórðung. Bækur hans hafa verið þýddar á yfir fjörutíu tungumál og selst í tugmilljónum eintaka. Ferðalok er tuttugasta og áttunda skáldsaga hans.
1 umsögn um Ferðalok
Hekla McKenzie –
Kristján Jóhann Jónsson / Morgunblaðið