Sextíu kíló af sunnudögum
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2024 | 615 | 7.690 kr. | ||
Rafbók | 2024 | - | 4.290 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2024 | 615 | 7.690 kr. | ||
Rafbók | 2024 | - | 4.290 kr. |
Um bókina
Síðasta bindið í Sextíu kílóa sögu Hallgríms Helgasonar um síldarævintýrið á Segulfirði og fylgifiska þess.
Þegar söguhetjunni Gesti Eilífssyni berst óvænt sendibréf leggur hann upp í langferð. Í Ameríku kynnist hann nýjum og framandi heimi en líka áður ókunnum hliðum á sjálfum sér. Á meðan breytist allt í firðinum hans heima. Nýjar persónur og hugmyndir ganga á land og úr verður áratugur harðvítugrar stéttabaráttu.
Hallgrímur Helgason er listamaður á heimsmælikvarða sem hefur látið til sín taka sem rithöfundur, þýðandi og myndlistarmaður. Skáldsögur hans hafa komið út víða erlendis, verið kvikmyndaðar og settar á svið. Hallgrímur hefur hlotið ófáar viðurkenningar á höfundaferlinum. Hann var sæmdur Heiðursorðu Frakka fyrir framlag sitt til lista og bókmennta, hefur þrisvar verið tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og fengið Íslensku þýðingarverðlaunin, Íslensku hljóðbókaverðlaunin auk Grímuverðlauna fyrir leikrit ársins. Íslensku bókmenntaverðlaunin hefur hann hlotið þrisvar sinnum, fyrir Höfund Íslands, Sextíu kíló af sólskini og Sextíu kíló af kjaftshöggum.
4 umsagnir um Sextíu kíló af sunnudögum
Fanney Benjaminsdottir –
„HH hefur gefið okkur meistaraverk sem mun lifa okkar tíma og móta skilning og þekkingu.“
Páll Baldvin Baldvinsson / Heimildin
Fanney Benjaminsdottir –
„… það merkasta sem að hefur gerst í íslenskum bókmenntum að minnsta kosti á þessari öld og þó að báðar væru taldar, þessi og síðasta … Það kraumar allt og svellur í frásagnargleði og æsilegum atburðum.“
Ólína Þorvarðardóttir / Kiljan
Fanney Benjaminsdottir –
„Textinn er eins og í fyrri bókum sprúðlandi skemmtilegur og uppátækjasemin drýpur af hverri síðu … Saga Segulfjarðar rúmar eitthvað sem kalla mætti þjóðarsál.”
Ragnheiður Birgisdóttir / Morgunblaðið
Fanney Benjaminsdottir –
„Þetta er besta bók Hallgríms til þessa. Sextíu kíló af sunnudögum er stórkostleg lokaaría í stórbrotinni óperu.”
Steingerður Steinarsdóttir / Lifðu núna