Leiðin í hundana
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2024 | 265 | 4.090 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2024 | 265 | 4.090 kr. |
Um bókina
Sögusvið þessarar einstöku skáldsögu er Berlín á árunum eftir að heimskreppan mikla skall á 1929 og áður en nasistar tóku völdin í Þýskalandi 1933. Rótlaust mannlífið markaðist af óðaverðbólgu, langvarandi atvinnuleysi og gjaldþrotum fyrirtækja og banka. Fólk lifði frá degi til dags og næturlífið var taumlaust.
Aðalpersóna sögunnar er Jakob Fabian, 32 ára málfræðidoktor sem vinnur við auglýsingagerð. Hann er móralisti en reynsla hans af mannlífinu í Berlín, hnignandi siðferði, ístöðuleysi fólks, pólitískum átökum og brostnum vonum, verður til þess að háleitar hugmyndir hans um mannfólkið bíða skipbrot.
Öllu þessu lýsir höfundur með meinfyndnum hætti.
Leiðin í hundana er jafnað talið meistaraverk Erichs Kästner og eitt af höfuðverkum þýskra bókmennta á tuttugustu öld..
Elísa Björg Þorsteinsdóttir íslenskaði.
Erich Kästner (1899–1974) var doktor í bókmenntafræði en vann lengst af við blaðamennsku meðfram ritstörfum. Hann var ljóðskáld, barnabókahöfundur, leikskáld, handritshöfundur og skáldsagnahöfundur. Ein skáldsaga hans, Gestir í Miklagarði (Drei Männer im Schnee), hefur komið út á íslensku ásamt nokkrum barnabókum, þar á meðal Emil og leynilögreglustrákarnir og Lísa eða Lotta: Hvor er hvor?
Kästner var einn þeirra höfunda sem lentu í ónáð nasista, Hann var viðstaddur þegar hans eigin bækur voru brenndar á báli í Berlín árið 1933 og sat um tíma í fangelsi fyrir skoðanir sínar.
Leiðin í hundana kom fyrst út árið 1931 undir heitinu Fabian og vakti gríðarlega athygli. Íslenska þýðingin er gerð eftir nýjustu þýsku útgáfunni en henni fylgja ítarlegar skýringar eftir Sven Hanuschek.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar