Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Jarðljós
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2024 | 91 | 7.290 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2024 | 91 | 7.290 kr. |
Um bókina
Blíða
Himinsvellið brestur
sólin laugar sveitir
leysir ísa
stuggar burt skuggumEnn erum við minnt á
að við fæðumst úr myrkri
og hverfum um síðir
þangað afturUm stundarsakir
lögum við okkur
að ljósinu
Gerður Kristný nýtur aðdáunar fyrir orðsnilld sína langt út fyrir landsteinana og við ljóð hennar hafa innlendir og erlendir listamenn samið tón- og leikverk. Hún hefur hlotið margs konar viðurkenningar fyrir skrif sín, þar á meðal Íslensku bókmenntaverðlaunin, Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og Ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar og Ingibjargar Sigurðardóttur. Jarðljós er tíunda ljóðabók hennar en sú fyrsta, Ísfrétt, kom út fyrir réttum þrjátíu árum.
4 umsagnir um Jarðljós
Fanney Benjaminsdottir –
„Ég ráðlegg öllum að lesa hvert ljóð tvisvar, ekki einu sinni heldur tvisvar“
Kolbrún Bergþórsdóttir / Kiljan
Fanney Benjaminsdottir –
„Það er kyrra í þessari bók, ekki stilla eða lognmolla heldur fremur laðandi dýpt.“
Sigurður Árni Þórðarson / sigurdurarni.is
Fanney Benjaminsdottir –
„Strax við þá fyrstu, Ísfrétt, varð ljóst að magnað ljóðskáld hafði stigið inn í sviðsljósið og síðan hafa þær verið hver annarri betri. Jarðljós er þar engin undadntekning, frábær ljóðabók sem ég er ekki búinn að lesa þó að ég sé búinn að lesa hana.“
Kristján Jóhann Jónsson / Morgunblaðið
Fanney Benjaminsdottir –
„Nýjasta ljóðabók Gerðar Kristnýjar er mjúk ilmandi haustlægð sem tekur utan um lesandann og leiðir um lendur ljóðsins þar sem sköpunarkraftur orða og hugsana heilla. Hér er skáldkona sem enn og aftur sýnir að hún er á fremsta bekk ljóðskálda hér á landi og þó víðar væri leitað.“
Hreinn S. Hákonarson / Kirkjublaðið