Glænýtt námsefni fyrir bókina Strandaglópar! eftir Ævar Þór Benediktsson

Nýlega kom út barnabókin Strandaglópar! (Næstum því) alveg sönn saga eftir Ævar Þór Benediktsson, með myndum eftir Anne Wilson. Bókin er bæði fyndin og fróðleg en í henni segir Ævar söguna af því þegar afi hans varð strandaglópur í Surtsey. Þann 14. nóvember næstkomandi verða 60 ár liðin frá því að Surtseyjargosið hófst og verður þess án efa minnst víða, ekki síst í skólastofum landsins.

Á síðunni Kennarinn.is er nú hægt að nálgast námsefni fyrir bókina, bæði verkefnahefti og leiðbeiningar fyrir kennara. Verkefnaheftið hentar nemendum í nemendum á fyrsta stigi og miðstigi grunnskóla og þjálfar lesskilning, orðaflokkagreiningu, samlagningu, skilning á eldsumbrotum og fleira. Verkefnin eru afar fjölbreytt; nemendur leysa krossgátu, leita að hugtökum í orðasúpu, spila teningaspil og leggjast í bókarannsókn og litgreiningu svo fátt eitt sé nefnt. Námsefnið er öllum aðgengilegt án endurgjalds og það má sækja hér.

Í tilefni af þessu býður Forlagið skólum að kaupa bekkjarsett af bókinni á tilboðsverði en allar nánari upplýsingar má fá með því að senda póst á forlagid@forlagid.is.

INNskráning

Nýskráning