Land næturinnar
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2023 | 329 | 4.690 kr. | ||
Rafbók | 2023 | - | 3.690 kr. | ||
Hljóðbók - streymi | 2024 | App | 3.690 kr. | Setja í körfu |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2023 | 329 | 4.690 kr. | ||
Rafbók | 2023 | - | 3.690 kr. | ||
Hljóðbók - streymi | 2024 | App | 3.690 kr. | Setja í körfu |
Um bókina
Land næturinnar er áhrifarík og spennandi skáldsaga þar sem Vilborg Davíðsdóttir leiðir lesendur í sannkallaða ævintýraför á slóðir víkinga í Austur-Evrópu fyrir rúmum þúsund árum.
Þorgerður Þorsteinsdóttir hefur lifað mikinn harm heima á Íslandi og heldur til Noregs þar sem örlögin senda hana í faðm skinnakaupmannsins Herjólfs. Saman halda þau til Garðaríkis, á fund væringja sem sigla suður Dnépurfljót og yfir Svartahaf með ambáttir og loðfeldi á markað í Miklagarði. Í landi næturinnar bíða þeirra launráð og lífsháski. Á augabragði er Þorgerður orðin ein meðal óvina og kemst að því að stundum kostar það meira hugrekki að lifa en deyja.
Sagan hefst þar sem þar sem þræðinum sleppti í fyrri bókinni um Þorgerði, Undir Yggdrasil, en fyrir hana var Vilborg tilnefnd til Fjöruverðlaunanna 2021. Sögulegar skáldsögur hennar hafa notið mikilla vinsælda enda varpa þær nýju ljósi á líf og aðstæður kvenna í fortíðinni.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 9 klukkustundir og 40 mínútur að lengd. Höfundur les.
7 umsagnir um Land næturinnar
embla –
„Besta bókin hennar, ég fullyrði það.“
Kolbrún Bergþórsdóttir / Kiljan
embla –
„Spennan er mjög áþreifanleg.“
Ingibjörg Iða Auðunardóttir / Kiljan
embla –
,,Vilborg Davíðsdóttir byggir í þessu skáldverki sínu á mikilli þekkingu sem heldur því saman og hlýtur að skapa traust hjá lesendum. Hún sýnir jafnframt magnaðan skilning á trú og tilfinningum þess fólks sem hún lýsir, fyrst og fremst kvennanna, og gengur á milli fortíðar og nútíðar eins og völva sem gengur milli heima dauðra og lifandi og bæði veit og skynjar hvað er títt í veröldinni. Þekkingin og tilfinningin eru þannig séð eins og andlit Janusar, annað þeirra horfir fram en hitt aftur. Höfundinn brestur hvorki undirbúningsvinnu né innsæi í skáldsögunni Land næturinnar.“
Kristján Jóhann Jónsson / Morgunblaðið
embla –
„Vel skrifuð, þrælspennandi og áhugaverð bók. Heimildavinna skilar lifandi lýsingu á menningu, lífsháttum og ferðum fornmanna sem hrífur lesanda með sér. Vilborg sækir í íslenskan sagnabrunn og má segja að Land næturinnar sé kóróna á sérlega vönduðu höfundarverki undanfarna áratugi.“
Umsögn dómnefndar Íslensku bókmenntaverðlaunanna
embla –
„Fyrir þann sem varið hefur tugum ára til að reyna að skilja hulda dóma miðaldafræðanna er ómetanlegt að fá í hendur verk sem ekki er aðeins spennandi, hrikalegt og gagnrýnið heldur einnig fullt af mannelsku, jafnvel þegar lýst er inn í myrkurhella sögunnar.“
Heimir Pálsson, prófessor emeritus
embla –
„Vilborg Davíðsdóttir fléttar frásögn sína af mikilli fagmennsku og kunnáttu. Hún spinnur plott og hliðarplott af mikilli list og tekst oftar en ekki að koma lesandanum á óvart með óvæntum vendingum.“
Soffía Auður Birgisdóttir / Víðsjá
embla –
„Vilborg heldur lesandanum föngnum bókina á enda og það er með ákveðnum trega að henni er lokað.“
Eva Halldóra Guðmundsdóttir / Lifðu núna