Kleópatra: Ævi, ástir og örlög síðustu drottningar Egyptalands
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2023 | 133 | 3.290 kr. |
Kleópatra: Ævi, ástir og örlög síðustu drottningar Egyptalands
3.290 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2023 | 133 | 3.290 kr. |
Um bókina
Ævi Kleópötru VII, síðustu drottningar Egyptalands, var stórbrotin örlagasaga. Fornar heimildir herma að hún hafi verið íðilfögur og undanfarin tvö þúsund ár hefur verið haft fyrir satt að engin kona hafi nokkru sinni jafnast á við hana að fegurð. Í ljósi þess má það kallast kaldhæðni sögunnar að nú veit enginn hvernig þessi meinta fegurðardís leit út. Um sögu Kleópötru hafa lengi verið á kreiki alls kyns ótraustar frásagnir rómverskra sagnaritara sem voru uppi löngu eftir hennar dag. Þeir reyndu margir að sverta minningu hennar, sögðu hana hafa verið óvin Rómaveldis, lausláta drós sem beitti fegurð sinni til að draga „góða og heiðvirða“ Rómverja á borð við Júlíus Caesar og Marcus Antonius á tálar. Það hafa margir síðari tímahöfundar étið gagnrýnislaust upp.
Í þessari fróðlegu bók skyggnist höfundur á bak við þjóðsögurnar og áróðurinn. Hann varpar ljósi á stormasamt tímamótaskeið í sögu fornaldar og dregur upp mynd af konu sem var allt í senn klókur stjórnmálamaður, drottning í fornfrægu stórríki og umhyggjusöm móðir fjögurra barna.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar