Sjö eiginmenn Evelyn Hugo
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2022 | 490 | 3.690 kr. | ||
Rafbók | 2023 | - | 2.990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2022 | 490 | 3.690 kr. | ||
Rafbók | 2023 | - | 2.990 kr. |
Um bókina
Leikkonan og einfarinn Evelyn Hugo er loks reiðubúin að segja frá glæstri ævi sinni og öllum hneykslimálunum. En þegar hún velur óþekkta blaðamanninn Monique Grant til starfans kemur það engum meira á óvart en Monique sjálfri. Af hverju varð hún fyrir valinu? Af hverju núna? Monique er ekki beinlínis á toppnum á tilverunni. Eiginmaður hennar fór frá henni og starfsframinn virðist ætla að láta á sér standa. En hvaða ástæður sem Evelyn hefur svo sem fyrir því að velja hana sem ævisagnaritara er Monique harðákveðin í að nýta þetta tækifæri til þess að klífa metorðastigann. Í ríkmannlegri íbúð Evelyn hlustar Monique sem bergnuminn á Evelyn segja ævisögu sína. Hún segir frá öllu – allt frá því hvernig hún komst til Los Angeles á sjötta áratugnum og að ákvörðun sinni um að yfirgefa kvikmyndabransann á níunda áratugnum, og auðvita eiginmönnunum sjö sem hún giftist þar á milli. Evelyn rekur sögu miskunnarleysis og metorðagirndar, óvæntrar vináttu og forboðinnar ástar, en þegar sögulokin nálgast verður ljóst að ævi Evelyn tengist lífi Monique með harmrænum og afdrifaríkum hætti.
ATH. Spurt og svarað um rafbækur.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar